Bókakynning á bókasafninu á Sauðárkróki
Í kvöld, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20:00 verður Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki með opið hús þar sem fjórir rithöfundar munu lesa úr nýútkomnum verkum sínum.
Höfundarnir sem heimsækja safnið eru:
Bjarni Harðarson. Hann les úr bók sinni Í skugga drottins, sögulegri skáldsögu sem segir frá leiguliðum skalholtsstóls á 18. öld.
Illugi Jökulsson les úr bókinni Til orrustu frá Íslandi þar sem sagðar er örlagasögur frá hafinu á árum seinni heimsstyrjaldar.
Kristín Steinsdóttir. Hennar bók ber titilinn Ekki vera sár og segir frá konu sem stendur á krossgötum í lífi sínu eftir að hún er komin á eftirlaun og börnin eru flogin úr hreiðrinu.
Vilborg Davíðsdóttir. Bók hennar, Blóðug jörð, er lokabindið í þríleiknum um landnámskonuna Auði djúpúðgu, sjálfstæð saga um siglinguna yfir hafið.
Einnig mun Hjalti Pálsson kynna VIII. bindi Byggðasögu Skagafjarðar þar sem fjallað er um tvo hreppa út að austan, Fellshrepp og Haganeshrepp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.