Bókasafnið á Blönduósi kynnir önnur söfn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
03.07.2018
kl. 16.24
Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi bryddar gjarnan upp á spennandi nýjungum. Í júlímánuði ætlar safnið að vera með kynningar á öðrum söfnum á Facebooksíðu sinni og segja frá skemmtilegum hugmyndum eða viðburðum sem í boði eru á vegum þeirra. „Kannski er þar eitthvað sem að vinir safnsins vildu sjá hér á Blönduósi?" segir á Facebooksíðunni.
„Við munum byrja ferðalagið á morgun með kynningu á Bókasafni Reykjanesbæjar, en þar er m.a. í boði heimanámsaðstoð í samstarfi við Rauða Krossinn," segir þar ennfremur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.