Bókmenntakvöld
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
01.12.2008
kl. 15.32
Miðvikudagskvöldið 3. desember n.k. kl.20:30 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsinu. Þá koma í heimsókn nokkrir rithöfundar.
Jón Björnsson les úr bókinni: Föðurlaus sonur níu mæðra, Ólafur Haukur Símonarson les úr bókinni: Fluga á vegg og Úlfar Þormóðsson les úr bókinni: Hallgrímur.
Einnig verður lesið úr nýútkomnum „skagfirskum“ bókum, t.d. Amtmanninum á Einbúasetrinu eftir Kristmund Bjarnason og Heim með sunnanblænum eftir Axel Þorsteinsson.
Héraðsbókasafnið