Bólusetningar barna 5-11 ára á Sauðárkróki

Heilsugæslan á Sauðárkróki mun bjóða upp á bólusetningar gegn COVID-19 fyrir öll börn í Skagafirði, á aldrinum 5-11 ára í húsnæði Árskóla, næstkomandi fimmtudag frá klukkan 13 og fram eftir degi. Gengið verður inn um aðalinngang (A álma).

Til að reyna að tryggja sem jafnasta dreifingu
og forðast biðraðir verður skipulagið
með þeim hætti sem taflan sýnir.

 

 

 

Á heimasíðu HSN kemur fram að niðurröðun fer eftir afmælismánuði en ekki árgöngum og er athygli vakin á því að eingöngu einn aðstandandi getur komið með hverju barni. Systkini geta þó komið á sama tíma og er fólk beðið um að reyna að virða settar tímasetningar. „Bólusetningin er alltaf val forsjáraðila fyrir hönd barna sinna og í samráði við þau að því marki sem þroski gefur tilefni til,“ segir á hsn.is.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir