Borað eftir köldu vatni á Nöfum
feykir.is
Skagafjörður
31.08.2018
kl. 11.32
Á næstu dögum mun Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefja borun á könnunarholu fyrir kalt vatn á Nafabrúnum ofan við Lindargötu. Holan er staðsett á landi í eigu Sveitarfélagsins og er staðsetning holunnar ákveðinn í samráði við sérfræðinga hjá ÍSOR, Íslenskum Orkurannsóknum.
Á heimasíðu Skagafjarðarveitna kemur fram að áætlað sé að bora niður á um 50m dýpi. Ef neysluhæft vatn finnst í nýtanlegu magni í holunni er áætlað að tengja holuna við stofnlögn vatnsveitu sem liggur frá Sauðárgili og að vatnstönkum á Gránumóum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.