Borgarafundur á Sauðárkróki í dag um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Stjórnlaganefnd og Samtök sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra halda borgarafund í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, bóknámshúsi í dag 12. október frá klukkan 17:00-19.00. Fundurinn er kynningafundur um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað er eftir sjónarmiðum íbúa.

Til fundarins er boðið af Stjórnlaganefnd og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Nefndarmenn greina frá áformum um endurskoðun stjórnarskrárinnar, frá þjóðfundi til þjóðarinnar. Fundurinn hefur það að markmiði að sjónarmið íbúa um inntak stjórnarskrárinnar og hvernig samfélag þeir vilja byggja fái hljómgrunn.

Stjórnlaganefnd var kosin af Alþingi í sumar til þess að undirbúa endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndinni er ætlað að finna og leggja fram gögn fyrir stjórnlagaþing, standa fyrir Þjóðfundi um endurskoðun á stjórnarskrá, vinna úr upplýsingum frá fundinum og afhenda stjórnlagaþingi og loks að leggja fram hugmyndir að breytingum á stjórnarskránni.

Allir eru hvattir til að mæta og láta rödd sína heyrast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir