Borgarísjaki við Skagaströnd
Róbert Daníel Jónsson, búsettur á Blönduósi, var á ferðinni í morgun og tók nokkrar myndir af borgarískjakanum sem er í Húnaflóa.
Ísjakinn er nærri bænum Bakka sem er rétt norðan við Skagaströnd. Róbert segir á Facebook síðu sinni að það hafi verið virkilega tilkomumikið að sjá hann svona nálægt landi og að líklegt væri að ísjakinn væri strandaður þar sem engin hreyfing var á honum.
Á vef Veðurstofu Íslands má nálgast upplýsingar um hafís í kringum Ísland. Tilkynnt var um hafís í Húnaflóa í gær en tilkynnningin er svo hljóðandi ,,Tilkynning barst um borgarísjaka í Húnaflóa. Ísjakinn er austan meginn í flóanum um 4-5 km frá landi, í norðurátt frá Skagaströnd ca. 10-15 km."
/Lee Ann
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.