Botninum náð

Gunnsteinn Björnsson forstjóri Sjávarleðurs á Sauðárkróki telur að botninum sé náð varðandi sölutregðu á skinnum.  Sjávarleður sem einnig er þekkt sem Atlantic Lether var með sýningarbás i Hong Kong fyrir helgi.

Vörur framleiddar úr fiskröði

Gunnsteinn segir flestir séu sammála því að botninum væri náð og það væri bara ein leið þaðan og hún lægi upp. Húsgagna- og bílaleður seljast illa þar sem kreppan er á heimsvísu og bíla og húsgagnaframleiðendur hafa dregið úr framleiðslu. Þegar einn þáttur í leðursölunni bregst hefur það áhrif á aðra þætti hennar.

 

 

 

Að sögn Gunnsteins er gærusala treg en væri líklega engin ef gengi íslensku krónunnar hefði ekki fallið í haust. –Það sem gerir þetta erfitt er það að lánsfjárkreppan er ekki eingöngu bundin við Ísland. Fyrirtæki fá ekki lánað fyrir innkaup og þess vegna er þessi tregða, segir Gunnsteinn.

Varðandi sölu á fiskroðum segir Gunnsteinn að þar er staðan önnur. –Ásættanleg verð fæst fyrir fiskleðrið og það er vinsælt hjá kaupendum.

Fleiri fréttir