Braut rúðu á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki

Rúða var brotin á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Mynd: SP.
Rúða var brotin á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Mynd: SP.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði í nógu að snúast um liðna helgi en alls voru 117 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi hennar og einn aðili var handtekin vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Þá sinnti lögreglan útkalli vegna umferðarslyss og maður handtekinn eftir að hafa brotið rúðu á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.

Umferðarslys varð í gær, sunnudag á Siglufjarðarvegi við Mýrarkot en þar valt bifreið með þeim afleiðingum að stúlka slasaðist á öxl og var hún flutt á Sjúkrahúsið til aðhlynningar.  Að sögn lögreglu var stúlkan ekki með öryggisbelti spennt þar sem að hún hafði verið að klæða sig úr úlpu og spennti frá sér beltinu á meðan.

Aðfaranótt laugardagsins var lögregla kölluð að dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki en þar hafði maður í annarlegu ástandi brotið rúðu í hurð og komist inn í húsið.  Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir