Bréf Bjarna upprunnið úr Skagafirði
Bjarni Harðarson alþingismaður lenti í heldur óheppilegum aðstæðum í gær þegar hann ætlaði aðstoðarmanni sínum að leka innihaldi bréfs sem ætlað var Valgerði Sverrisdóttur flokkssystur hans.
Bréfið er sannkallað skammarbréf og á uppruna sinn í Skagafirði. Það eru þeir Gunnar Oddsson í Flatartungu og Sigtryggur Björnsson í Varmahlíð sem undirrita bréfið.
Bréfið var birt í gær á Vísir.is