Brenna og flugeldasýning Björgunarfélagsins Blöndu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.12.2014
kl. 13.13
Brenna og flugeldasýning verða á sínum stað á gamlárskvöld á Blönduósi á vegum Björgunarfélagsins Blöndu. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. Verið er að safna styrktaraðilum að flugeldasýningunni til að hún verði enn glæsilegri en áður.
Flugeldasala er aðal fjáröflun Björgunarfélagsins Blöndu og opnaði Flugeldamarkaður björgunarfélagsinsí gær að Efstubraut 3. Hann verður opinn sem hér segir:
- Mánudagurinn 29. desember frá klukkan 10-22.
- Þriðjudagurinn 30. desember frá klukkan 10-22.
- Gamlársdagur 31. desember frá klukkan 10-15.
- Þrettándinn 6. janúar frá kl. 12:00 til 16:00.