Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar

Yfirlitskort sem sýnir fyrirhugaðar breytingar. Mynd:blonduos.is
Yfirlitskort sem sýnir fyrirhugaðar breytingar. Mynd:blonduos.is

Blönduósbær auglýsir á vef sínum til kynningar skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Um er að ræða breytingu vegna legu Þverárfjallsvegar og nýrra efnistökusvæða og Sorpförgunarsvæðis. Einnig er fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu Urðun og efnistaka í landi Sölvabakka.

Breytingin er þríþætt:

  • Breyting á nýrri legu Skagastrandarvegar nr.74 norðaustur af Blönduósi, vegna breytinga sem urðu á legu vegarins í hönnunarferli, og þrjú ný efnistökusvæði vegna vegagerðarinnar. Eftir breytingu verður vegkaflinn hluti af Þverárfjallsvegi nr. 744
  • Stækkun sorpförgunarsvæðis Ú1 og aukning á árlegu magni til urðunar, landmótun og rekstur brennsluofns á Sölvabakka í Refasveit. Breyta þarf skilmálum sorpförgunarsvæðisins og einnig verður skoðað hvort talin sé þörf á að breyta skilmálum fyrir efnistökusvæði E4 m.t.t. samlegðaráhrifa vegna urðunar.
  • Nýtt efnistökusvæði vegna efnisvinnslu á Sölvabakka.

Einnig verður gerð breyting á deiliskipulagi Urðun og efnistaka í landi Sölvabakka þar sem heildarmagn urðunnar og árlegt magn urðunar er aukið.

Aðal- og  deiliskipulagsbreytingar verða til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi frá 20. maí  til 3. júní nk. Einnig er hægt að kynna sér skipulags- og matslýsinguna hér. 

Hægt er að skila athugasemdum við fyrirhugaðar breytingar til 3. júní nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða á netfangið byggingafulltrui@blonduos.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir