Breytingar á umferðarhraða á Blönduósi

Kort sem sýnir umferðarhraða á götum Blönduósbæjar. á götum sem merktar eru rauðar er nú hámarkshraðinn 35 km/klst. Mynd: Skjáskot af vef Blönduósbæjar.
Kort sem sýnir umferðarhraða á götum Blönduósbæjar. á götum sem merktar eru rauðar er nú hámarkshraðinn 35 km/klst. Mynd: Skjáskot af vef Blönduósbæjar.

Lögreglustjóri hefur ákveðið, í samræmi við tillögur sveitarstjórnar Blönduósbæjar, að umferðarhraði á flestum götum bæjarins verði færður niður í 35 km/klst. Einnig verði regla um hægri rétt á Mýrarbraut afnumin en  biðskylda komi í staðinn og stöðvunarskylda sett á gatnamót Hnjúkabyggðar og Aðalgötu.

Svohljóðandi auglýsing um breytingarnar birtist í gær á vef Blönduósbæjar:

Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytingum og að fengnum tillögum frá sveitarstjórn Blönduósbæjar, sem samþykktar voru 13. nóvember 2018, hefur lögreglustjóri ákveðið að umferðarhraði verði færður niður í 35 km/klst á öllum götum bæjarins, nema á Húnabraut frá Árbraut út að Blönduóshöfn, Ennisbraut, Hnjúkabyggð að Koppagötu, Þingbraut frá Hnjúkabyggð að Aðalgötu, Þjóðvegi 1 og  Svínvetningabraut þar sem hann verður enn 50 km/klst. Þá verði almenn regla um hægri rétt afnuminn á Mýrarbraut og biðskylda sett í staðinn. Stöðvunarskylda verður sett á Hnjúkabyggð gagnvart Aðalgötu. Gangbrautum verður bætt við á Hólabraut og Vallarbraut.

Framangreindar breytingar verða gefnar til kynna með viðeigandi umferðarmerkjum, sbr. reglugerð nr. 289/1995, með síðari breytingum, um umferðarmerki og notkun þeirra.

Breytingar þessar taka gildi tekur gildi við birtingu auglýsingar þessarar.

Með auglýsingu þessari eru numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga, sem kunna að hafa verið sett, um umferð á Blönduósi sem brjóta í bága við auglýsingu þessa.

Blönduósbær vinnur að uppsettningu nýrra skilta þar sem við á.

 Kort með umferðarhraða 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir