Bróðir Svartúlfs gera myndband
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
01.11.2010
kl. 10.58
það var mikið um dýrðir í leikborg um helgina er strákarnir í Bróðir Svartúlfs unnu að gerð tónlitarmyndband í samvinnu við
Bowen Staines sem kom til landsins gagngert til þess að taka upp tvö tónlistarmyndbönd.
Fyrst fór Bowen á Suðurnesin ásamt hljómsveitinni Rökkurró en um helgina kom hann á Sauðárkrók og tók upp myndband við Velkomin eftir Bróðir Svartúlfs.
Myndbandið var unnið í sirkusstíl og fór söngvari sveitarinnar Arnar Freyr í hlutverk ringmasters við upptökurnar. Myndbandið er væntanlegt á næstu vikum og verður vonandi hægt að linka inn á það hér á Feyki.is