Bróðir Svartúlfs sigurvegarar Músíktilrauna
Skagfirska/húnvetnska rokkrapp hljómsveitin Bróðir Svartúlfs kom sá og sigraði í úrslitakeppni Músíktilrauna sem fram fór í gærkvöldi í Listasafni Reykjavíkur en þar kepptu þær ellefu hljómsveitir sem komust áfram upp úr undankeppninni.
Fleiri verðlaun komu í hlut Bræðra Svartúlfs því Bassaleikari Músíktilrauna 2009 reyndist vera Jón Atli Magnússon en hann ku vera uppalinn Skagstrendingur, sonur Magúsar sveitarstjóra þar.
Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku hlaut Arnar Freyr Frostason en hann er söngvari hljómsveitarinnar. Arnar er sonur Frosta Frostasonar frá Frostastöðum í Skagafirði.
Hljómsveitina skipa þeir Sigfús Benediktsson, Helgi Sæmundur, Arnar Freyr Frostason, Jón Atli Magnússon og Andri Þorleifsson frá Blönduósi.
Hægt er að nálgast upplýsingar um hljómsveitina á Myspace HÉR