Bronsverðlaun fyrir moðpressara
feykir.is
Skagafjörður
26.05.2014
kl. 15.38
Eins og sagt var frá á vefnum fyrr í dag hlutu nemendur í Varmahlíðarskóla verðlaun í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna, sem afhent voru í gær. Þau voru ekki einu nemendurnir í Skagafirði til að hljóta verðlaun í keppninni, því að Ólafur Ísar Jóhannesson, búsettur á Brúnastöðum í Fljótum, hlaut bronsverðlaun í landbúnaðarflokki fyrir moðpressara.
Gaman er að geta þess að haustið 2012 fékk bróðir Ólafs, Kristinn Knörr Jóhannesson, gullverðlaun í þeim sama flokki.