Brunavarnir A-Hún, auglýsa starf slökkviliðsstjóra

Brunavarnir A-Hún., leitar að slökkviliðsstjóra og hefur starfið verið auglýst laust til umsóknar. Meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru m.a. rekstur slökkviliðs, menntun og æfingar slökkviliðsmanna, ásamt eldvarnareftirliti sveitarfélaganna og öðru því er snýr að rekstri slökkviliðs A-Hún. Um er að ræða hlutastarf, samkvæmt nánara samkomulagi 60% (-100%) og verður leitast við að finna starf á móti, sem fellur að starfskyldum slökkviliðsstjóra, samhliða ráðningunni, ef við á.

Slökkviliðsstjóri er æðsti yfirmaður slökkviliðsins, sem staðsett er á Blönduósi, og stjórnar æfingum og útköllum og starfar undir stjórn Brunavarna A-Hún. Slökkviliðið sinnir Blönduósbæ og Húnavatnshreppi en um þau sveitarfélög liggur einnig þjóðvegur nr. 1.

Umsækjendur skulu uppfylla ákvæði í 15. og 17. grein laga nr. 75/2000 um brunavarnir. Auk þess er krafist reynslu/árangurs í stjórnun og mannaforráðum og hæfni í mannlegum samskiptum. Þá þarf viðkomandi að vera löggiltur slökkviliðsmaður með a.m.k. árs starfsreynslu eftir löggildingu eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.

Allar nánari upplýsingar um starfið veita, Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður stjórnar Brunavarna, í síma 843 0016 eða Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri í síma 860 6770. Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2018, og skal senda umsóknir á Blönduósbær, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi, merkt: “Slökkviliðsstjóri – Brunavarnir A-Hún”, eða á netfangið: valdimar@blonduos.is .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir