Bryndís Lilja ráðin mannauðsstjóri HSN
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
05.09.2018
kl. 09.10
Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ráðið Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf mannauðsstjóra. Bryndís er með B.S. gráðu í sálfræði frá HÍ og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.
Bryndís hefur unnið hjá Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2015 sem verkefnastjóri og mannauðsstjóri. Hún býr í Skagafirði og verður með starfsaðstöðu á Sauðárkróki.
Bryndís mun hefja störf hjá HSN 1. janúar 2019 að loknu fæðingarorlofi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.