Búið að opna fyrir skráningar á námskeiðin á Prjónagleðinni

Einn frægasti íslenski prjóna áhrifavaldurinn, Tinna Þórudóttir Þorvaldar, á Prjónagleði 2025. Mynd tekin af prjonagledi.is
Einn frægasti íslenski prjóna áhrifavaldurinn, Tinna Þórudóttir Þorvaldar, á Prjónagleði 2025. Mynd tekin af prjonagledi.is

Það styttist í Prjónagleðina sem haldin verður í Húnabyggð helgina 30. maí - 1. júní og nú er loksins búið að opna fyrir skráningar á námskeiðin sem verða í boði. Í tilkynningunni frá skipuleggjendum segir að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Námskeiðin fara að mestu leyti fram í Húnaskóla þetta árið en þó eru námskeið sem haldin eru í Kvennaskólanum og Textíl Labinu.

Nánari staðsetningar, þ.e. í hvaða skólastofum hvert námskeið verður haldið verða sendar þegar nær dregur. Gott er að taka með sér inniskó á námskeiðin. Yfirlit námskeiða og skráningu má finna hér

Þá segir einnig að gleðisprengjan og ofurmeistarinn Tinna Þórudóttir Þorvaldar ætlar að kenna þrjú námskeið á föstudegi og laugardegi. Auk þess verður Tinna í einu af aðalhlutverkunum í viðburða- og fyrirlestradagskránni hjá þeim. Þær mæla svo með því að allir horfi á viðtalið við Tinnu sem var í þættinum Ísland nú á dögunum, jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Því hún geisli af gleði, jákvæðni og einlægni í þessu viðtali. Viðtalið má finna hér.

Fleiri fréttir