Byggðaráð vill gögn og fund

Byggðaráð Skagafjarðar ítrekaði á fundi sínum í gær fyrri bókanir varðandi breytingar á heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi. Þá hefur ráðið óskað eftir fundi  með forsætisráðherra til að ræða framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.

Jafnframt óskar byggðarráð eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá nú þegar afrit af þeim tillögum er liggja fyrir um breytingar á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Þá óskar ráðið einnig eftir upplýsingum um hvaða tillögur hafa verið settar fram um verkaskiptingu innan væntanlegrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Fleiri fréttir