feykir.is
Skagafjörður
11.11.2010
kl. 14.48
Byggðarráð Skagafjarðar tók á síðasta fundi sínum fyrir áskorun til sveitarstjórna frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni t.d. með minnkun þjónustu.
Vegna þessa samþykkti Byggðarráð eftirfarnandi bókun:
„Byggðarráð þakkar þessar þörfu ábendingar og samþykkir að fela sveitarstjóra að koma þeim einnig formlega á framfæri við ríkisvaldið og
Alþingi sem áformar nú stórfelldan niðurskurð á velferðarþjónustu á landsbyggðinni.“
Þessi ályktun hefur verið send öllum alþingmönnum og ráðherrum. |
Fleiri fréttir