Byrjað á Melatúni

Vinna hafin við Melatún á Sauðárkróki. Mynd: PF.
Vinna hafin við Melatún á Sauðárkróki. Mynd: PF.

Í síðustu viku hófust framkvæmdir við Melatún, nýrri götu í Túnahverfi á Sauðárkróki, en Steypustöð Skagafjarðar átti lægsta tilboð í jarðvegsskipti og fráveitulagnir. Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. september sl. og var kostnaðaráætlun verksins, sem unnin var af Verkfræðistofunni Stoð ehf. upp á 21.679.900.-

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

 Norðurtak ehf. 21.000.000.-

Þórður Hansen ehf. 24.097.122.-

Vinnuvélar Símonar ehf. 21.582.940.-

Víðimelsbræður ehf. 20.536.046.-

Steypustöð Skagafjarðar ehf. 18.888.800.-

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir