Byssa tekin af ungum dreng

Blönduós

Kindabyssa var tekin af ungum dreng á Blönduósi sl. mánudag en drengurinn mætti með byssuna á íþróttaæfingu utan skólatíma. Byssan var ekki hlaðin og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði drengurinn ekki aðgang að skotum.
Að sögn heimamanna er málið litið alvarlegum augum og hafa skólayfirvöld á Blönduósi tekið málið föstum tökum. Rætt var við foreldra allra drengja sem á æfingunni voru auk þess sem málið var rætt við nemendur grunnskólans á Blönduósi þar sem nemendum var gerð grein fyrir hættunni sem svona vopni fylgir.

Fleiri fréttir