CHANGE / Churchill
feykir.is
Það var lagið
25.03.2013
kl. 16.59
Churchill heitir hljómsveit frá Denveri í Bandaríkjunum, upphaflega tveggja manna árið 2008 en þrír bættust við ári síðar.
Hljómsveitina skipa frumherjarnir Tim Bruns (gítar og söngur) og Mike Morter (mandólín og gítar) og síðan þau Tyler Rima (bassi), Joe Richmond (trommur) og Bethany Kelly (hljómborð og söngur).
Lagið Change hefur gert ágæta hluti á Billboard enda grípandi og smart í þessum þjóðlaga-rokk-kántrí-geira sem tröllríður öllu þessi síðustu misseri.
http://www.youtube.com/watch?v=Im8zYhFB0JA