Contalgen Funeral með nýja plötu
Skagfirska hljómsveitin Contalgen Funeral er ekki dauð úr öllum æðum en nýr diskur er komin út hjá sveitinni sem ber heitið Good Times. Þetta er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar en einnig hefur ein smáskífa fengið að fljóta á öldum ljósvakans.
Þríeyki sveitarinnar sem býr á Króknum, Sigurlaug Vordís, Fúsi Ben og Gísli Þór, segir plötuna blöndu af kántrí og rokki og algjörlega heimasmíðaða. Í viðtali í nýjasta Feyki segja þau að öll lögin séu eftir hljómsveitarmeðlimi sem einnig sáu um upptökur, hljóðblöndun, masteringu og fjölföldun diskanna en Andri banjóleikari semur textana. Hönnun umslagsins var i höndum Davíðs Más og Óla Arnar.
HÉR má heyra lag hljómsveitarinnar Hole af nýja disknum.