Það hlaut að koma að því

MYND VEDUR.IS
MYND VEDUR.IS

Eigum við að segja hlaut að koma að því? Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna norðaustan hríðar. Tíðarfarið í Desember hefur nú hingað til verið einstakt en komandi viðvörun tekur gildi á hádegi á morgun 17.desember og rennur út snemma morguns 18. desember.

Spár gera ráð fyrir norðaustan 15-20 m/s með snjókomu og skafrenningi á norðanverðum Ströndum. Búast má við lélegu skyggni og afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Vegfarendur eru því hvattir til þess að sýna varkárni.

Gul veður viðvörun hefur einnig verið gefin út fyrir Vestfirði á sama tíma. Nánar má sjá um veður á www.vedur.is

Fleiri fréttir