Dagbók sveitarstjóra Húnaþings vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra er að finna nýjan efnisflokk - Dagbók sveitarstjóra – en þar mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir, nýráðin sveitarstjóri, birta færslur reglulega og fara yfir það sem efst er á baugi hverju sinni.

„Er þetta liður í aukinni upplýsingamiðlun en eins og segir í fyrstu færslunni hefur Unnur einsett sér að því að veita sem mestar upplýsingar um þau verkefni sem eru á borði sveitarstjóra hverju sinni. Eðlilega eru sum mál þess eðlis að ekki er hægt að fjalla um þau en áhersla verður lögð á að deila þeim sem hægt er að fjalla um. Framsetning pistlanna verður breytileg, stundum verður um samfelldan texta að ræða en í einhverjum tilfellum upptalningu á verkefnum og jafnvel í öðrum tilfellum aðeins myndræn framsetning,“ segir í frétt sveitarfélagsins.

„Nú er liðin önnur heila vikan í starfi sem sveitarstjóri Húnaþings vestra. Eitt af því sem ég einsetti mér þegar ég tók við var að veita sem mestar upplýsingar um verkefnin sem eru á borði sveitarstjóra. Þau eru margvísleg og oft óvænt. Ég hef séð á þessum stutta tíma í starfi að það er engin hætta á að mér leiðist,“ skrifar Unnur Valborg.

Fyrsti pistillinn leit dagsins ljós á mánudaginn og er ansi yfirgripsmikill. Þar segir Unnur m.a. frá fyrsta byggðarráðsfundi hennar sem sveitarstjóri og ánægjulegasti dagskrárliðurinn að hennar mati var samþykkt kostnaðaráætlunar vegna endurbóta á íbúðum í Nestúni. „Löngu tímabært og þarft verk. Vonandi verður hægt að ráðast í endurbætur á hluta íbúðanna að undangenginni hönnunarvinnu á næsta ári og svo áfram á komandi árum.“

Nýjustu færslu Unnar Valborgar má finna HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir