Dalatún 3 er ekki til sölu

Hér er auglýsingin sem átti að birtast í Feyki.
Hér er auglýsingin sem átti að birtast í Feyki.

Þau leiðu mistök urðu í Feyki, sem út kom í gær, að einbýlishúsið við Dalatún 3 á Sauðárkróki var auglýst til sölu. Þarna var gamall draugur á ferðinni því um gamla auglýsingu var um að ræða. En einbýlishúsið við Sunnuveg 7 á Skagaströnd er hins vegar til sölu.

Þar er um gott einbýlishús að ræða 121,8 m2 með 53,9 m2 bílskúr, samtals 175,7 m2. 
Fjögur svefnherbergi er í húsinu og nýr skjólgóður pallur í garði.
Verð 27 m.kr.
Nánari upplýsingar gefur Stefán Haraldsson s. 440 6030 – 894 1669 eða stefan@domus.is.

Viðkomandi eru beðnir afsökunar á óþægindum sem þessi mistök kunna að hafa valdið þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir