Dálítil slydda eða snjókoma í dag
Spáð er suðaustan 13-18 á Ströndum og Norðurlandi vestra í dag, dálítilli slyddu eða snjókomu, hiti kringum frostmark. Lægir á morgun. Hálka og snjóþekja er á vegum og víða skafrenningur.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Hæg suðlæg átt, en suðaustan 8-13 m/s austast. Rigning eða slydda SA-til, annars stöku él og frost víða 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað og dálítil él A-lands. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Á fimmtudag:
Suðaustanátt og dálítil slydda eða snjókoma, en þurrt á N- og NA-landi. Hlánar við S- og V-ströndina, annars vægt frost.
Á föstudag:
Suðvestanátt og él, en úrkomulítið A-lands. Kólnandi í bili.
Á laugardag:
Vaxandi sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, einkum S- og V-lands. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Suðvestanátt og él, en léttskýjað á NA-verðu landinu.