Dansað í rúman sólahring

Nú kl. 10 í morgun hófu 10. bekkingar Árskóla á Sauðárkróki að stíga maraþondans og munu þau ekki hætta fyrr en á hádegi á morgun eða eftir 26 klukkutíma.

Dansað verður í Árskóla til kl. 19:00 í dag en svo fær dansinn að duna í íþróttahúsinu frá kl. 19:00-22:00 en þá mæta Geirmundur og Jói og setja ekta skagfirska sveiflu í partýið.

Sérstök danssýning verður í íþróttahúsinu frá klukkan 17:00-17:30 þar sem allir nemendur skólans munu taka þátt og eru þá allir bæjarbúar hvattir til að líta við og upplifa skemmtilega stemningu.

Kaffihús er opið frá kl. 16:30 til 22:00 og þar er hægt að kaupa heimabakað bakkelsi ásamt rjúkandi kaffisopa einnig munu 10. bekkingar og foreldrar þeirra standa fyrir matarsölu í kvöldi og þá gefst bæjarbúum tækifæri til að fá mat sendan heim eða koma í íþróttahúsið og snæða þar á meðan fylgst er með nemendum dansa við undirleik skagfirskra tónlistarmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir