Dansmaraþon 10. bekkinga

Nú klukkan 10 hefst hið geysimagnaða dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki.

Dansað verður í Félagsmiðstöðinni Friði til kl. 19.00 og í Íþróttahúsinu frá 19 - 22 undir fjörugri músík Geirmundar Valtýssonar.

Eftir að dansinum lýkur í Íþróttahúsinu verður aftur dansað í félagsmistöðinni þangað til yfir lýkur á hádegi á morgun.

Kaffihús verður starfrækt frá kl. 16 - 22 og hinn magnaði maraþon matseðill  hljóðar upp á Lasagne ásamt salati, brauði og gosi.

Fleiri fréttir