Dansmaraþon í Árskóla

Hið árlega dansmaraþon í Árskóla á Sauðárkróki hefst í fyrramálið, fimmtudagsmorgun. Í ár verður óvenju mikið umleikis því einnig verða í heimsókn í skólanum gestir frá hinum ýmsu löndum í tengslum við Comeniusarverkefni um endurvinnslu.

Dagskráin hefst kl. 9:30 í fyrramálið í íþróttahúsinu þar sem erlendir gestir verða boðnir velkomnir og síðan hefst maraþonið kl. 10:00. Nemendur 10. bekkjar munu dansa til kl. 12:00 föstudaginn 10. október.

Síðustu dagar hafa staðið yfir þemadagar í Árskóla þar sem nemendur hafa unnið ýmis verkefni tengd endurvinnslu og verður sýning á þeim fimmtudag og föstudag. Fimmtudaginn 9. október kl. 17:00 verður danssýning í íþróttahúsinu þar sem allir nemendur skólans í 1.-10. bekk sýna nokkra dansa.

Allir eru velkomnir, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Árskóla.

 

Fleiri fréttir