Dansmaraþonið byrjað - Myndband

Tíundu bekkingar Árskóla á Sauðárkróki hófu árlegt dansmaraþon nú klukkan 11 í morgun en dansað verður sleitulaust í sólarhring. Danssýning allra nemenda skólans verður svo klukkan 17 í dag og eru þá allir hvattir til að mæta í íþróttahúsið og fylgjast með. Nemendur hafa æft af kappi undir stjórn Loga danskennara, Vígþórssonar, undanfarnar tvær vikur en hans er ætíð beðið með tilhlökkun.

Kaffihús verður opið frá klukkan 15:30 til 22:00 þar sem hægt verður að kaupa heimabakað bakkelsi ásamt rjúkandi kaffisopa. Frá klukkan 19 verður svo hægt að kaupa nýbakaðar pizzusneiðar og borða þær meðan fylgst er með nemendum dansa við undirleik skagfirskra tónlistarmanna.

Meðfylgjandi myndband var tekið við upphaf maraþonsins í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir