Danssýning Árskóla fór fram í gær- Myndband
feykir.is
Skagafjörður
06.10.2016
kl. 10.07
Það var margt um manninn þegar krakkarnir í Árskóla á Sauðárkróki héldu danssýningu í tílefni af dansmaraþoni 10. bekkjar. Hver árgangurinn á fætur öðrum steig fram á dansgólfið og brá fyrir sig betrifætinum og sveiflaði sér í hringi. Í danssýningunni taka allir bekkir skólans þátt og er mikil eftirvænting hjá krökkunum eftir að þeirra atriði byrjar. Feykir var á staðnum og filmaði stemninguna.
