Degi bætt við í bólusetningu fyrir áramótin

„Góð þátttaka var í bólusetningum hjá HSN á Sauðárkróki fyrir jólin og því höfum við ákveðið að bæta við einum degi milli hátíða,“ segir í orðsendingu frá HSN á Sauðárkróki. Bólusett verður fimmtudaginn 30.desember.

„Þeir sem hafa fengið boð geta mætt og einnig allir 12 ára og eldri sem ekki hafa fengið bólusetningu, 12-16 ára mæta í fylgd forráðamanns. 
16 ára og eldri, sem fengu bólusetningu númer 2 fyrir 30. júlí, geta mætt í þriðju bólusetningu þennan dag.

Við hvetjum þá sem ekki hafið fengið grunn bólusetningu og þá sem ekki hafa fengið örvunarskammt til að nýta sér þetta,“ segir í tilkynningunni.

Fleiri fréttir