Deiliskipulag þéttbýlis á Húnavöllum

Þann 27. maí s.l. var Skipulagsstofnun send deiliskipulagstillaga fyrir þéttbýli við Húnavelli. Stofnunin gat ekki tekið afstöðu til erindisins fyrr en umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra lægi fyrir og samþykki Vegagerðarinnar vegna nýrra tenginga við Reykjabraut. Liggur hún nú fyrir athugasemdalaus. 

Deiliskipulagstillagan var tekin til umfjöllunar á hreppsnefndarfundi Húnavatnshrepps þann fyrsta desember síðastliðnum þar sem kemur fram að Vegagerðin leggist ekki gegn samþykki deiliskipulagsins, en fer fram á að tvö vegamót við Húnavelli verði sameinuð í eitt en þau eru utan deiliskipulagsins fyrir þéttbýli við Húnavelli.. 

Hreppsnefnd samþykkti að senda deiliskipulagstillöguna til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun með ósk um að auglýsa megi deiliskipulagið í B- deild Stjórnartíðinda.

Fleiri fréttir