Djásn og dúlleríi með flóamarkað
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
01.09.2010
kl. 11.42
Flóamarkaður verður haldinn í Djásnum og dúlleríi á Skagaströnd, laugardaginn 4. sept. frá kl. 14.00. – 18.00. Fólk er hvatt til að drífa sig í að taka aðeins til í geymslum og skápum og gefa gömlum munum og fötum nýtt líf hjá nýjum eigendum?
Tónlistafólk er hvatt til að koma og taka lagið því eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum flóamarkaðarins getum við saman myndað skemmtilega stemningu á flóamarkaði Djásna og dúllerís.
Þáttökugjald er kr. 2000.- Söluborð eru á staðnum.
Vinsamlegast pantið pláss fyrir föstudag í síma 866 8102
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.