Dögun nýtir styrk Orkusjóðs til að minnka kolefnisspor

Eins og fram kom í frétt hér á Feykir.is fékk Dögun 20 milljóna styrk frá Orkusjóð. Dögun mun nýta þann styrk til að skipta út olíukatli sem er notaður til að keyra sjóðarann og fleiri tæki sem nýtt eru í framleiðslu Dögunar. Í staðinn kemur nýr rafmagnsketill, er þetta gert til að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti og nota í staðinn endurnýjanlega íslenska orku.

„Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á kolefnisspor okkar. Við höfum þurft á bilinu 140.000-160.000 lítra af olíu á ári til að keyra verksmiðjuna (olíuketilinn). Eftir þessa breytingu er það úr sögunni.“ Segir Óskar Garðarsson, framkvæmdarstjóri Dögunar um breytinguna og bætir við að þetta sé farsælt skref á allan hátt.

Áætlaður heildarkostnaður við þessar breytingar eru um 65-70 milljónir króna og verður styrkurinn nýttur í þann kostnað


/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir