Dom Furness framlengir við Kormák/Hvöt
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
06.10.2025
kl. 08.22

Á myndinni má sjá Dom og Jón Örn úr meistaraflokksráði Kormáks Hvatar skrifa undir og takast hraustlega í hendur þegar skrifað var undir á hinum rómaða veitingastað Teni á Blönduósi, sem er einn af sterkustu bakhjörlum liðsins. MYND AF AK
Þær stórbrotnu fréttir voru kynntar á Aðdáendasíðu Kormáks að knattspynuþjálfarinn Dominic Louis Furness hafi framlengt samning sinn við Kormák Hvöt um tvö ár og verði því við stýrið þegar blásið verður til 2. deildar karla sumarið 2026 og áfram.