Dómaranámskeiði frestað
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.01.2012
kl. 12.01
Fyrirhuguðu dómaranámskeiði í körfubolta sem halda átti um helgina á vegum Unglingaráðs körfuknattleihsdeildar Tindastóls hefur verið frestað vegna ónógrar þátttöku. Vonir voru bundnar við að sérstökum dómarahóp væri hægt að koma upp hjá unglingadeildinni í framhaldi af námskeiðinu sem myndi þá skipta því á milli sín að dæma á fjölliðamótum.
