Drangey aflahæst í janúar

Togarar Fisk Seafood á Sauðárkróki áttu góðu gengi að fagna í síðasta mánuði en Drangey SK2 varð aflahæst skipa á Íslandi í sínum flokki (botnvarpa) í janúarmánuði og eina skipið sem veiddi meira en 800 tonn í mánuðinum. Málmey SK1 var ekki langt undan þar sem það vermdi í 6. sæti á lista Aflafrétta.is með um 668 tonn.

Á Aflafréttum.is segir að Drangey hafi haldið toppsætinu allan mánuðinn og eina skipið sem yfir 800 tonn. Fjórir togarar náðu að afla meira en 700 tonn og átti Breki VE ansi góðan endi var með 300 tonn í tveimur löndunum og náði fyrir vikið upp í þriðja sætið. Í öðru sæti er Kaldbakur EA 1 með 741, Viðey RE 50 í fjórða með 708 og Björgúlfur EA 312 í fimmta sæti með 687 tonn.

Sjá nánar HÉR 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir