Dreifnámið á Hvammstanga með kaffihús
feykir.is
Uncategorized
19.05.2014
kl. 09.35
Dreifnám FNV á Hvammstanga verður með kaffihús á morgun þriðjudag, 20. maí, í húsnæði dreifnámsins. Með því er dreifnámið að fagna þeim áfanga að brautryðjendurnir, nemendur úr '96 árganginum, hafa lokið því námi sem er í boði á Hvammstanga og eru þau öll á leiðinni í áframhaldandi nám.
Eins og segir á Fésbókarsíðu fyrir viðburðinn þá er opnun kaffihússins einnig lokaliðurinn í fjáröflun fyrir próflokaferð. Kaffihúsið verður opið frá kl. 16:00 til kl. 18:00 og verða sýndar myndir og myndbönd frá skólastarfinu. Vöfflukaffi kostar 800 kr., frítt fyrir börn á leikskólaaldri. Í tilkynningu frá dreifnáminu kemur fram að enginn posi verður á staðnum.