Drekktu betur í Kántrýbæ
Hinn æsispennandi leikur „Drekktu betur“ verður í Kántrýbæ í kvöld, föstudaginn 24. febrúar kl. 21:30. Að þessu sinni eru það fulltrúar frá Nes listamiðstöð sem hafa umsjón með spurningum, þau Sigbjørn Bratlie og Barbara Gamper frá Ítalíu og verða spurningarnar því að öllum líkindum á alþjóðlegum nótum.
„Líklega verða spurningarnar ekki alveg eins „lokal“ og stundum. Kannski verða ein eða tvær spurningar um listina, t.d. hver málaði Monu Lísu eða Ópið, nú eða hvað heitir konungur Noregs? Er Berlusconi enn forsætisráðherra Ítalíu?“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Að þessu sinni verður skipað í þriggja manna lið. „Þá getið þið valið með ykkur fólk með sérsvið, kvikmyndir, tónlist, náttúrufræði o.s.frv. - Mætum öll á skemmtilegan leik!“ segir loks í tilkynningunni.