Drengjaflokkur kom heim með silfrið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.02.2015
kl. 09.48
Drengjaflokkur Tindastóls tapaði á móti Haukum í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll sl. laugardag. Strákarnir voru undir mest allan tímann og náðu sér aldrei almennilega á strik. Greint er frá þessu á vef Tindastóls.
Drengirnir sýndu baráttu allan tímann og hleyptu Haukunum aldrei mjög langt frá sér. Þá átti Viðar stórleik og endaði með 37 stig og 16 fráköst en Haukar áttu engin svör við honum. Finnbogi kom næstur með 11 stig, Pétur Rúnar með 9 stig og aðrir minna.
„Það má þó ekki gleyma því að annað sætið er staðreynd þó að gullið hefði verið sætara,“ segir á vef Tindastóls.