Duglegar systur
feykir.is
Skagafjörður
17.06.2014
kl. 00.16
Kamilla og Aníta Hjaltadætur komu færandi hendi og færðu Rauða krossinum í Skagafirði afrakstur tómbólu sem þær héldu á Sauðárkróki í síðustu viku. Samkvæmt fréttatilkynningu frá RKÍ í Skagafirði söfnuðu þær alls söfnuðu þær 10.683 krónum.
„Gjöfin kemur að góðum notum og fer í stuðningsverkefni og einstaklingsaðstoð í Skagafirði. Bestu þakkir stelpur!“ segir í fréttatilkynningu.