Duglegir krakkar á Hvammstanga

Mynd: Norðanátt

Á Norðanáttinni er sagt frá því hvernig gengur í unglingavinnunni á Hvammstanga en þar hafa krakkarnir staðið sig einstaklega vel og komið mörgum hlutum í verk.

 

 

 

Þau hafa hreinsað alla göngustígana á Bangsatúni og litla stíginn á milli húsanna í Fífusundinu, þar sem þau reyttu illgresið af stígunum og rökuðu síðan mölina svo nú lítur þetta miklu betur út. Einnig hafa þau verið dugleg í stéttahreinsun, en stéttirnar allt í kringum Félagsheimilið eru nú miklu betur útlítandi.

 

Hægt er að sjá meira HÉR

Fleiri fréttir