Dúndur skemmtileg tónlist og mikið fjör við Mjólkursamlagið

Til stendur að vera með svokallaðan Zumba danstíma fyrir utan Mjólkursamlag KS  á Sauðárkróki á morgun, þriðjudaginn 27. maí og er öllum velkomið að taka þátt. „Það er alltaf stuð á okkur í Zumba en við ætlum að starta sumrinu með ÚTI- ZUMBA,“ segir í fréttatilkynningu frá Lindu Björk Ævarsdóttur Zumbakennara.

Fjörið verður nánar tiltekið við styttuna hjá Mjólkursamlaginu kl. 17:30-18:30. „Við verðum sko með dúndur skemmtilega tónlist og mikið fjör,“ segir Linda Björk og bætir við að endingu. „Allir eru velkomnir, tilvalið að koma og dansa með. Hlakka svooo mikið til að sjá ykkur!“

 

Fleiri fréttir