Dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn
feykir.is
Skagafjörður
22.08.2018
kl. 08.48
Dýpkunarskipið Galilei, sem skrásett er í Lúxemborg, er nú statt í Sauðárkrókshöfn þar sem það hóf í gær að dæla sandi af sjávarbotninum til að dýpka innsiglingu og snúningssvæði innan hafnarinnar.
Fyrirhugað er að dæla alls um 56.600 rúmmetrum af efni úr höfninni og verður hluti þess notaður í landfyllingu við smábátahöfnina. Öðru efni verður skilað aftur til sjávar úti á firði.
Samkvæmt heimildum Feykis var farið í dýpkunina einkum vegna þess að snúningssvæði vantaði fyrir stóru flutningaskipin en þau hafa hingað til þurft að bakka inn í höfnina með tilheyrandi vandkvæðum. Áætlað er að verkið taki fimm daga.
Myndir hér fyrir neðan tók Indriði Þór Einarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.