Dýrt að koma um viðeigandi klórbúnaði í sundlaugum

Guðmundur Þór Guðmundsson kynnti á dögunum fyrir fulltrúum í félags og tómstundanefnd kostnað við að koma umm klórtönkum og stýribúnaði í sundlaugar í Skagafirði.

 Í sundlaug Sauðárkróks eru áætlaðar 6,3 milljónir í viðhald, búið að setja upp klórtank en vantar stýribúnað. Áætlaður kostnaður um 3,0 milljónir. Í sundlauginni í Varmahlíð eru áætlaðar 6,3 milljónir í viðhald. Þar er erfiðara og dýrara að koma fyrir fullnægjandi búnaði. Í Sundlauginni á Steinsstöðum er enginn klórbúnaður og óvíst hver kostnaður við lagfæringar er. Óskað er eftir kostnaðaráætlun vegna verksins frá Tæknisviði. Sundlaugin að Sólgörðum, þar eru komnar klórstýringar en vantar klórtanka. Áætlaður kostnaður er óverulegur.

Fleiri fréttir