Ef þig vantar hugrekki!!

Það er orðið á margra vitorði að Fröken Fabjúlöss er yfir sig ástfangin af Make Up Store og öllu því sem sú búð hefur upp á að bjóða! Þessvegna fær hún alltaf smá fiðring þegar þau senda frá sér nýtt lúkk- og hafa þau verið dugleg við það þetta haustið!

Brave! Brave!

Nýjasta lúkkið frá MUS heitir BRAVE eða Hugrekki eins og það myndi hljóma upp á hið ylhýra, og er eitt af þessum "must have"!!! Litirnir eru svo dásamlega fallegir, í takt við það sem búið er að vera í gangi í haust, í dekkri kantinum en samt litir sem hægt er að nota dagsdaglega!

Naglalökkin fallegu! Naglalökkin fallegu!

Í þessari línu má finna 2 naglalökk: Elisabeth og Tiina sem Frökenin er sérkennilega mikið hrifin af.... Litirnir, og þá sérstaklega Tiina er einn af þessum naglalakklitum sem Fabjúlöss þarf alltaf að eiga í safninu, en finnur yfirleitt ekki neinsstaðar- Svona dimmplómubrúnn einhvernveginn! Samhliða naglalökkunum er svo naglaskraut sem heitir Nail Deco Shield og er einflaldega eitt af því flottara sem Frökenin hefur augum litið í naglaskrauti tískuheimsins!!!

10744684_10154741987800207_57894412_n

Augnskuggarnir, sem allir eru Microshadwo, eru 3: Hero, Strong og Spirit.
Hero er ljósbleikur, og án þess að hafa hann berum augum litið er Frökenin með það á hreinu að þessi dásamlega fallegi litur er ekki verri sem kinnalitur- og gordjöss sem slíkur! Strong er fallegur fjólublár litur með plómukomplexa, einn af þessum fallegu fjólubláu litum sem er alls ekki of agressívur þannig að það er vel hægt að fjárfesta í honum án þess að vera að taka einhverja litasénsa. Spirit er svo brúntóna dásamlega fallegur Taupe litur, og þetta er liturinn sem Frökenin spáir að verði vinsælastur úr línunni þar sem hann er einfaldlega þessi litur sem þarf alltaf að vera til í snyrtiveskinu! Allir eru litirnir gullfallegir og myndi Frökenin gefa margt til að gera förðun úr þessari þrennu!

10735930_10154741988075207_1822386052_n

Þá er röðin komin að varalitunum og glimmerinu!
Glimmerið heitir Courageous og er  dimmplómulitað og heilagur glysgjarni glimmerguð hvað þetta er óhugnalega fallegt glimmer! Frökenin kemst bara í áramótafílíng við að horfa á þetta glimmer, þar sem þetta glimmer væri fullkomið í áramótaförðun!
Varaliturinn í línunni er duo varalitur, þeas tvítóna sem samanstendur af ljósum plómulit og bleikum i miðjunni og er útkoman mjög fallegur fjólublár litur. Orðið á götunni er að þessi varalitur sé einn sá mýksti og besti sem hægt er að komast í, þó svo að Frökenin geti nú reyndar ekki bakkað þennan orðróm upp þar sem hún hefur ekki prufað, en yrði ekki hissa á að sannleiksgildið stæðist! Varaglossinn heitir Gritty og sýnist Fabjúlöss þetta vera sanseraður karamellulitur, frekar hlutlaus en eigulegur.

10712962_10152856148195970_8390907528457244613_n

Það fyrsta sem kemur upp í huga Fabjúlöss í sambandi við BRAVE frá Make Up Store er "Notendavænt!". Þessi lína inniheldur liti sem allir eru tiltölulega "áhættulitlir" en algjörlega sígildir og einhvernveginn alltaf inn!

BRAVE er förðunarlína frá Make Up Store sem Fröken Fabjúlöss mælir eindregið með!

Fleiri fréttir